Margmenni við opnun Iceland

Marg­menni var sam­an komið fyr­ir utan mat­vöru­versl­un­ina Ice­land í morg­un en versl­un­in, sem er í eigu Jó­hann­es­ar Jóns­son­ar kaup­manns, opnaði klukk­an ell­efu og er hún staðsett í Engi­hjalla í Kópa­vogi.

Skömmu fyr­ir opn­un ávarpaði Jó­hann­es stutt­lega til­von­andi viðskipta­vini sína en að því loknu var fólki hleypt inn og heilsaði Jó­hann­es viðskipta­vin­um sín­um með handa­bandi.

„Þetta er búið að ganga fram­ar öll­um von­um og stemn­ing­in hér er stór­kost­leg,“ sagði Jó­hann­es Jóns­son kaupmaður í sam­tali við mbl.is en hann kveðst einnig hafa hitt fjöl­marga af sín­um gömlu kunn­ingj­um við opn­un­ina.

„Ég get ekki verið annað en mjög ham­ingju­sam­ur með þetta. Bíla­stæðin voru full og einnig óhemja af fólki sem kom úr ná­grenn­inu,“ sagði Jó­hann­es.

Jó­hann­es veitti Fé­lagi áhuga­fólks og aðstand­enda Alzheimers­sjúk­linga og annarra skyldra sjúk­dóma styrk upp á eina millj­ón króna.

Að auki mun hann veita Banda­lagi ís­lenskra skáta styrk upp á eina millj­ón. Seg­ir Jó­hann­es að Bragi Björns­son skáta­höfðingi muni taka á móti styrkn­um á lands­móti skáta sem nú fer fram á Úlfljóts­vatni.

„Ég var skáti sjálf­ur fyr­ir sex­tíu árum síðan en mér finnst þetta bara svo frá­bært for­varn­ar- og upp­eld­is­starf sem þeir vinna,“ sagði Jó­hann­es og því hafi hann ákveðið að veita skát­um styrk­inn.

Meðal þeirra sem sjá mátti í versl­un Jó­hann­es­ar í dag var tón­list­armaður­inn landsþekkti Bubbi Mort­hens og var hann meðal fyrstu viðskipta­vina dags­ins.

Að sögn Jó­hann­es­ar tók Bubbi þó ekki lagið í til­efni opn­un­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK