Hamborgarar of dýrir hérlendis

mbl.is/Árni Torfason

Margar aðferðir eru til við að bera saman kaupmátt milli landa, en ein þeirra er svokölluð Big-Mac-vísitala sem er reglulega birt af blaðinu Economist. Greiningardeild Arion banka skoðaði í markaðspunktum sínum hvernig Ísland kæmi út í þessum samanburði, en þar sem McDonalds er ekki lengur starfrækt hérlendis var notast við verð frá Metro-hamborgarastaðnum. Niðurstöður úr könnunum sem þessum eiga að sýna fram á hvort gjaldmiðlar séu of- eða vanmetnir. 

„Breska vikublaðið The Economist hefur frá árinu 1986 birt hina svokölluðu Big Mac-vísitölu. Hún byggist á einu elsta „lögmáli“ hagfræðinnar; lögmálinu um eitt verð. Það felur í sér að algjörlega einsleit vara ætti að seljast á nokkurn veginn sama verði um allan heim.“ Miðað við niðurstöður könnunarinnar má t.d. sjá að íslenska krónan er um 60% of sterk miðað við breska pundið, Bandaríkjadollar eða evruna. 

Fyrr í dag sagði mbl.is frá því að þrátt fyrir veikingu krónunnar á aflandsmarkaði væri gengið hér heima að styrkjast. Talið væri að aðgerðir Seðlabankans með gjaldeyrisútboð væru ekki nægjanlegar og gengið þyrfti að lækka til að mýkja lendinguna við afnám gjaldeyrishaftanna.

Þótt þessi aðferð sé frekar óvísindaleg segir í markaðspunktunum að hún geti dregið fram ójafnvægi sem hafi síðar leiðrétt sig. Big-Mac-vísitalan hafi t.a.m. séð fyrir fall evrunnar fljótlega eftir að hún var tekin í notkun. 

Krónan er nokkuð ofmetin samkvæmt þessu súluriti.
Krónan er nokkuð ofmetin samkvæmt þessu súluriti. Arion banki
Til að leiðrétta vísitöluna gagnvart mismunandi hárri landsframleiðslu hvers ríkis …
Til að leiðrétta vísitöluna gagnvart mismunandi hárri landsframleiðslu hvers ríkis (hversu ríkar þjóðir eru) er gott að setja miðlínu þeirra landa sem eru í úrtakinu. Arion banki
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK