Orð bankastjóra Seðlabanka Evrópu um að hann ætli að vernda evruna með öllum ráðum höfðu áhrif á markaði í Asíu í dag og hækkuðu flestar vísitölur kauphallanna, m.a. af þessum sökum.
Hækkunin í kauphöllinni í Tókýó nam 0,80% í dag og sömu sögu er að segja frá Seúl. Í Sydney varð enn meiri hækkun eða 0,85%. Í Hong Kong nam hækkunin svo 1,65% en lækkun varð í Shanghai um 0,70%.