Hlutabréf falla í Evrópu

Hlutabréf á niðurleið
Hlutabréf á niðurleið AFP

Í kjöl­far ræðu Mari­os Drag­his, banka­stjóra evr­ópska seðlabank­ans, hafa hluta­bréf í Evr­ópu snar­lækkað. Eft­ir smá­hækk­un fram­an af degi tóku all­ar vísi­töl­ur dýfu niður á við eft­ir að Drag­hi til­kynnti áform bank­ans. 

FTSE 100 í London hef­ur lækkað um rúm­lega 0,50%, en DAX í Frankfurt og CAC 40 í Par­ís hafa báðar lækkað um tæp­lega 1,5%. FTSE í Míl­an lækkaði strax um 2,6% meðan IBEX 35 í Madrid fór niður um meira en 5% áður en hún kom til baka og hef­ur nú lækkað um 4,30% í dag.

Hluta­bréf vest­an­hafs hafa einnig lækkað í dag og eru all­ar helstu vísi­töl­ur rauðar. Lækk­un­in þar er þó nokkru minni en í Evr­ópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK