Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði í dag lánshæfiseinkunn 15 ítalskra banka. Hins vegar er einkunn stærstu bankanna óbreytt, þ.e. UniCredit, Intesa Sanpaolo og Mediobanca.
S&P segir að ákvörðunin endurspegli þá lánsfjáráhættu sem ítalska hagkerfið og bankarnir standa frammi fyrir.
Það telur mögulegt að samdrátturinn á Ítalíu verði dýpri og lengri en menn hafi í fyrstu talið og bankarnir séu í viðkvæmari stöðu áður.