Markaðir í Evrópu lækkuðu í dag eftir fréttir frá Kína þess efnis að inn- og útflutningur hefðu dregist saman. FTSE 100 í London fór niður um 0,08%, DAX 30 lækkaði um 0,29% og CAC 40 í París fór niður um 0,61%. Sunnar í álfunni lækkaði IBEX 35 í Madrid um 0,88% og FTSE í Mílan um 0,72%. Svipaða sögu er að segja frá Bandaríkjunum þar sem allar stærstu hlutabréfavísitölurnar voru einnig rauðar
Sagði Michael Hewson hjá CMC Markets að ef fjárfestar væru að vonast eftir að hagvöxtur í Kína myndi halda efnahag heimsins gangandi myndu þeir hinir sömu verða fyrir vonbrigðum.
Fjárfestar hafa í auknum mæli verið að færa sig frá evrunni og fjárfestingum í Evrópu og orsakaði það hækkun á vöxtum sem voru samþykktir á 10 ára ríkisskuldabréf Spánar í vikunni. Á Ítalíu varð einni hækkun og nálgast nú vaxtakjörin þar óðfluga 6% markið.