Manchester United skráð á markað

Rooney er hluti af verðmætasta knattspyrnuliði heims
Rooney er hluti af verðmætasta knattspyrnuliði heims AFP

Manchester United verður sett á markað í dag í kauphöllinni í Bandaríkjunum og mun Glazer-fjölskyldan selja 10% af sínum hlut. Verð á hvern hlut er 14 Bandaríkjadollarar sem þýðir að félagið er verðmetið á 2,3 milljarða dollara (276 milljarðar íslenskra króna). Þetta er nokkru lægra verð en vonast hafði verið eftir, en upphaflega var gert ráð fyrir að hver hlutur yrði seldur á 16-20 dollara.

Með skráningunni safnar Manchester um 233 milljónum dollara, en það er um 100 milljónum minna en upphaflega var vonast eftir. Glazer-fjölskyldan mun eftir sem áður halda yfirráðum í félaginu með 97% atkvæðarétt, en hún er eigandi allra B-hluta í félaginu sem hafa tífaldan atkvæðisrétt miðað við önnur bréf. 

Þrátt fyrir lægra verð en eigendurnir höfðu vonast eftir er þetta stærsta skráning íþróttafélags á markað í sögunni, en Manchester er vinsælasta fótboltalið heims með meira en 650 milljónir aðdáenda á heimsvísu. 

Glazer-fjölskyldan ætlar að nýta helming þess fjár sem safnast með skráningunni til að greiða niður skuldir, en hinn helmingurinn verður greiddur út til fjölskyldunnar. Höfðu margir aðdáendur gert sér vonir um að allur peningurinn yrði notaður til að greiða niður skuldir, en félagið skuldar í dag meira en 680 milljónir Bandaríkjadollara og hlýst því töluverður kostnaður af því sem annars væri hægt að nota í leikmannakaup eða laun. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK