Enginn skattur á hesta-, sleða- og rútuferðir

Enginn virðisauki er greiddur af skipulögðum ferðum á staði eins …
Enginn virðisauki er greiddur af skipulögðum ferðum á staði eins og Gullfoss. Rax / Ragnar Axelsson

Í kjöl­far um­mæla fjár­málaráðherra um að kom­inn sé tími til að af­nema þann af­slátt sem hót­el- og gistiþjón­ust­an hef­ur notið und­an­far­in ár hafa marg­ir aðilar í ferðaiðnaðinum risið upp og mót­mælt því og sagt að hærri skatt­ur muni leiða til lægri tekna fyr­ir grein­ina og rík­is­sjóð. Sam­tök ferðaþjón­ust­unn­ar hafa bent á að flest lönd Evr­ópu eru með gist­ingu í lægra þrepi virðis­auka­skatts­ins og því geti ekki verið um rík­is­styrk að ræða. 

Aðilar inn­an gistiþjón­ust­unn­ar hafa haft sam­band við mbl.is í kjöl­far um­mæla fjár­málaráðherra og bent á að meðan Odd­ný Harðardótt­ir tali um að gistiþjón­ust­an sé á rík­is­styrkj­um vegna lægri skattaþreps, sé ekk­ert horft til þeirra inn­an ferðaþjón­ust­unn­ar sem bjóða upp á dags­ferðir fyr­ir ferðamenn. Segja þeir slíka þjón­ustu hafa verið und­anþegna virðis­auka­skatti í lang­an tíma og að ekki sé talað um rík­is­styrki í því sam­hengi.

Stór hluti ferðaþjón­ust­unn­ar und­anþegin virðis­auka

Steinþór Har­alds­son, skatt­stjóri á Skatt­stofu Suður­landsum­dæm­is, staðfesti í sam­tali við mbl.is að skipu­lagðar ferðir með leiðsögn fara­stjóra væru und­anþegn­ar virðis­auka­skatti. Und­ir þetta falla t.d. all­ar sleða-, hesta-, fjór­hjóla- og rútu­ferðir. 

Í skýrsla sem unn­in var af Ferðamála­stofu fyr­ir sam­gönguráðuneytið er gerður sam­an­b­urður á virðis­auka­skatti í ferðaþjón­ustu milli Norður­land­anna og þar eru flokk­arn­ir hóp­ferðabif­reiðar og ferðaþjón­usta sögð vera með 0%. Það má því ætla að t.d. hvala­skoðun­ar­ferðir og lang­ar göngu­ferðir um há­lendið með leiðsögu­manni séu einnig und­anþegin virðis­auk­an­um.

Viðmæl­andi mbl.is sagði að mik­il umræða hefði farið fram inn­an ferðamannaiðnaðar­ins vegna þessa mála og lengi verið bent á að ósann­gjarnt væri að gist­ing bæri hærri skatta en al­menn þjón­usta við ferðamenn. Sagði hann óeðli­legt að þegar fara ætti í að draga skatt úr þess­um geira væri ávallt farið beint í gistiaðilana, en horft fram­hjá þeim sem bjóði uppá ferðir og afþrey­ingu. Nær­tæk­ast væri að benda á gistinátta­skatt­inn sem var samþykkt­ur í fyrra og tók gildi í byrj­un þessa árs, en þá var sett­ur 100 krónu skatt­ur á hverja selda gistinátta­ein­ingu. Taldi hann rétt­látt að öll ferðaþjón­usta sitji við sama borð með hóf­leg­um álög­um, en að ekki komi til rot­höggs fyr­ir gistiþjón­ustna.

Flókið kerfi

Virðis­auka­kerfið fyr­ir þjón­ustuaðila ferðamanna hér­lend­is get­ur verið nokkuð snúið og sem dæmi þá get­ur reikn­ing­ur innifalið þrjá virðis­auka­flokka. Eins og nefnt hef­ur verið hér að ofan er skatt­ur­inn á ferðaþjón­ustu, að und­an­skil­inni gist­ingu, 0%. Gist­ing og mat­ur ber 7% skatt ef ekki kem­ur til hækk­un­ar og svo er áfengi og önn­ur vara í al­menna flokk­in­um sem ber 25,5% virðis­auka. Önnur und­anþága á virðis­auka sem hef­ur komið ferðaþjón­ust­unni nokkuð vel er í tengsl­um við laxveiði, en þar sem um er að ræða leigu á landi bera laxveiðileyfi eng­an virðis­auka­skatt.

Stór hluti þeirra sem fara gullna hringinn fara í skipulögðum …
Stór hluti þeirra sem fara gullna hring­inn fara í skipu­lögðum ferðum. Rax / Ragn­ar Ax­els­son
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK