Walker ekki enn hluthafi í Iceland

Jóhannes Jónsson, stofnandi Bónuss, opnaði Iceland verslun í lok júlí …
Jóhannes Jónsson, stofnandi Bónuss, opnaði Iceland verslun í lok júlí í Engihjalla í Kópavogi. mbl.is/RAX

Þrátt fyrir að Malcolm Walker hafi látið hafa það eftir sér í fjölmiðlum um helgina að hann sé ekki hluthafi að versluninni Iceland, sem var opnuð nýverið, þá segir Jóhannes Jónsson, stofnandi verslunarinnar, í samtali við Morgunblaðið að slíkt standi til – enn sé þó verið að ganga frá allri pappírsvinnu.

Samkvæmt upplýsingum frá Creditinfo var Jóhannes skráður með 100% eignarhlut í Ísland-Verslun ehf. í lok júnímánaðar, en það er eignarhaldsfélagið utan um verslunina.

„Hann [Walker] verður hluthafi með mér. Það er bara ekki búið að ganga frá öllum pappírum. Hann var því ekki að svara já við einhverju sem ekki var orðið,“ segir Jóhannes Jónsson, stofnandi matvöruverslunarinnar Iceland í Kópavogi, í samtali við Morgunblaðið. Hann hefur sagt við fjölmiðla að þeir Walker muni eiga verslunina saman. „Eignarhaldið verður eins og ég hef alltaf sagt að það verði.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK