Olíuverð lækkar á ný

.
. mbl.is

Heims­markaðsverð á olíu hef­ur lækkað í dag en í gær voru birt­ar upp­lýs­ing­ar um að dregið hef­ur eft­ir orku­eft­ir­spurn í Banda­ríkj­un­um.

Í New York hef­ur verið á hrá­ol­íu lækkað um 35 sent í dag og er 93,08 Banda­ríkja­dal­ir tunn­an.

Í Lund­ún­um hef­ur verð á Brent Norður­sjávar­ol­íu lækkað um 33 sent og er 113,70 dal­ir tunn­an.

Segja miðlar­ar að olíu­verð hafi hækkað of mikið und­an­farna daga vegna mik­ill­ar eft­ir­spurn­ar sem byggði á vanga­velt­um sem ekki stóðust þar sem notk­un­in hef­ur minnkað á helsta neyslu­markaði heims, Banda­ríkj­un­um. Olíu­viðskipti eru gerð með fram­virk­um samn­ing­um og sú olía sem nú geng­ur kaup­um og söl­um verður af­hent í sept­em­ber. 

Verð á eldsneyti hækkaði al­mennt um þrjár krón­ur í gær og fyrra­dag og er hækk­un­in rak­in til þess­ar­ar hækk­un­ar á heims­markaðsverði und­an­farið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka