Verð hlutabréfa í enska knattspyrnuliðinu Manchester United lækkuðu um tæplega 4% í viðskiptum í dag og eru nú komin undir útboðsgengi bréfanna þegar félagið var sett á markað síðasta föstudag.
Bréf félagsins höfðu verið aðeins yfir 14 Bandaríkjadollurum á hlut síðan á föstudaginn, en lækkuðu niður í 13,29 dollara á hlut, áður en þau hækkuðu aftur upp í 13,50 dollara.
Upphaflega var áætlað að setja félagið á markað á genginu 16 til 20 dollarar, en ákveðið var að lækka það niður í 14 dollara. Félagið er eftir sem áður dýrasta félag heims.