Manchester United lækkar í verði

Bréf í Manchester lækkuðu í viðskiptum í dag.
Bréf í Manchester lækkuðu í viðskiptum í dag. AFP

Verð hlutabréfa í enska knattspyrnuliðinu Manchester United lækkuðu um tæplega 4% í viðskiptum í dag og eru nú komin undir útboðsgengi bréfanna þegar félagið var sett á markað síðasta föstudag.

Bréf félagsins höfðu verið aðeins yfir 14 Bandaríkjadollurum á hlut síðan á föstudaginn, en lækkuðu niður í 13,29 dollara á hlut, áður en þau hækkuðu aftur upp í 13,50 dollara. 

Upphaflega var áætlað að setja félagið á markað á genginu 16 til 20 dollarar, en ákveðið var að lækka það niður í 14 dollara. Félagið er eftir sem áður dýrasta félag heims.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK