Þýska DAX-hlutabréfavísitalan fór yfir sjö þúsund stig í fyrstu viðskiptum í kauphöllinni í Frankfurt í morgun en það hefur ekki gerst síðan í byrjun apríl.
Allar helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu hækkuðu þegar viðskipti hófust klukkan sjö í morgun. Í Lundúnum hefur FTSE 100-vísitalan hækkað um 0,31% og í París hefur CAC-vísitalan hækkað um 0,35%. Í gær hækkuðu helstu vísitölur í Evrópu, meðal annars vegna jákvæðra hagtalna í Bandaríkjunum.