Vanskil á Spáni ekki meiri síðan 1962

AFP

Lán í vanskilum í spænskum bönkum náði nýjum hæðum í júní síðastliðnum en þá voru nær eitt af hverjum tíu heimila og fyrirtækja á Spáni eftir á með afborganir af lánum sínum samkvæmt upplýsingum frá seðlabanka landsins sem birtar voru í dag eða 9,42%.

Þetta er hæsta hlutfall vanskila síðan árið 1962 þegar farið var að halda utan um þær tölur á Spáni samkvæmt fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph.

Fram kemur í upplýsingunum að lán að upphæð 164,4 milljörðum evra voru meira en þrjá mánuði eftir á í afborgunum. Mánuðinn á undan var hlutfallið 8,96%. Þá drógust innistæður heimila og fyrirtækja í spænskum bönkum saman um 6,59 í júní samanborið við sama tíma í fyrra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK