Vill þjóðaratkvæði um fjármálasáttmálann

mbl.is

Leiðtogi hollenska Sósíalistaflokksins, Emile Roemer, lýsti því yfir í viðtali sem birtist í hollenska dagblaðinu Het Financieele Dagblad í gær að hann vildi að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um nýjan sáttmála á vettvangi Evrópusambandsins um aukinn fjármálasamruna áður en Holland verði formlega aðili að honum.

Þá kom ennfremur fram í viðtalinu við Roemer að það væri heimska að gera ráð fyrir því að hægt yrði að koma fjárlagahalla hollenska ríkisins niður fyrir 3% af landsframleiðslu á næsta ári en reglur evrusvæðisins gera þá kröfu til aðildarríkja þess að þau haldi fjárlagahallanum innan þeirra marka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK