Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði í viðskiptum í morgun en fyrir helgi var greint frá aukinni bjartsýni meðal bandarískra neytenda og meiri tiltrú á evrópskum mörkuðum.
Í New York hefur verð á West Texas Intermediate-hráolíu (WTI) til afhendingar í september hækkað um 25 sent og er 96,25 Bandaríkjadalir tunnan.
Í London hefur verð á Brent-Norðursjávarolíu til afhendingar í október hækkað um 43 sent og er 114,14 dalir tunnan.
Telja sérfræðingar að helsta ástæðan fyrir hækkuninni í morgun séu tölur sem sýna aðeins meiri bjartsýni meðal bandarískra neytenda nú en í síðasta mánuði.