Velmegun er óvíða meiri í heiminum en í Noregi. Það þarf því kannski ekki að koma á óvart að hvergi í heiminum er eins dýrt að kaupa bensín eins og í Noregi þar sem bensínlítrinn kostar 319 krónur.
Þetta kemur fram í samantekt Bloomberg yfir verð á bensíni í 60 löndum heims. Samkvæmt listanum er bensínverðið í 15 dýrustu löndunum eftirfarandi.
1. Noregur 319 kr.
2. Tyrkland 298 kr.
3. Ísrael 293 kr.
4. Hong Kong 272 kr.
5. Holland 263 kr.
6. Danmörk 259 kr.
7. Ítalía 257 kr.
8. Svíþjóð 255 kr.
9. Grikkland 250 kr.
10. Bretland 248 kr.
11. Frakkland 246 kr.
12. Belgía 244 kr.
13. Þýskaland 244 kr.
14. Portúgal 242 kr.
15. Sviss 240 kr.
Ísland er ekki á listanum, en algengt verð á bensíni hér á landi er 249,50 kr.
Verð á bensínlítra í Ástralíu er 202 kr. og 118 kr. í Bandaríkjunum. Í Sádi-Arabíu kostar bensínlítrinn rúmlega 19 krónur og í Venezúela kostar hann 3 krónur.
Í úttekt Bloomberg er einnig tekið tillit til launa í hverju landi fyrir sig og þá lítur myndin talsvert öðruvísi út. Ef tillit er tekið til launa er dýrast fyrir Indverja að kaupa bensín. Norðmenn eru í 52. sæti og Bandaríkjamenn í 55. sæti. Eftir sem áður er bensínið ódýrast í Venezúela og þar fyrir ofan eru Kúvæt og Sádi-Arabía.