Segir Grikki verða að vera áfram á evrusvæðinu

AFP

Grikkland verður að vera áfram á evrusvæðinu til þess að lifa af efnahagserfiðleikana sem landið gengur í gegnum að sögn fjármálaráðherra landsins, Yannis Stournaras. Hann segir að Grikkir verði að koma á þeim niðurskurði sem önnur evruríki krefðust af þeim vegna þess að aðild Grikklands að evrusvæðinu væri gríðarlega mikilvæg.

„Við verðum að halda okkur á lífi og vera áfram undir regnhlíf evrunnar vegna þess að það er eini valmöguleikinn sem getur bjargað okkur frá fátækt sem við höfum ekki þekkt,“ er ennfremur haft eftir Stournaras á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph.

Hann bendir á ef Grikkir komi ekki þeim aðhaldsaðgerðum í gang sem krafist er sé veru þeirra á evrusvæðinu ógnað. „Við búum við dýrasta velferðarkerfi á evrusvæðinu. Við getum ekki haldið því úti lengur með lánuðum fjármunum.“

Þá segir í fréttinni að Grikkland eigi eftir að finna fyrir auknum þrýstingi á næstunni en samkvæmt nýlegri þýskri skýrslu þarf landið að skera niður í ríkisrekstri um 14 milljarða evra á næstu tveimur árum til viðbótar við fyrri niðurskurð en það sé 2,5 milljörðum evra meira en áður hafi verið talið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK