Hætta á öðru kerfishruni

Pétur Einarsson forstjóri Straums
Pétur Einarsson forstjóri Straums mbl.is/Ernir

Íslensku viðskiptabankarnir eru enn of stórir í hlutfalli við verga landsframleiðslu og því er raunveruleg hætta á öðru kerfishruni hér á landi að öðru óbreyttu.

Þetta kemur fram í umsögn Straums fjárfestingarbanka um skýrslu efnahags- og viðskiptaráðherra um framtíðarskipan fjármálakerfisins sem nú er til umfjöllunar í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis.

Í umsögn bankans, sem er undirrituð af Pétri Einarssyni, forstjóra Straums, er á það bent að fjárfestingarbankastarfsemi viðskiptabankanna, sem nemur einungis um 5% af heildarumsvifum þeirra, sé um þessar mundir fjármögnuð með innlánum almennings. „Það er óviðunandi staða.“ Að mati Straums er því „afar brýnt“ að sett verði lög sem kveði á um aðskilnað á fjárfestingarbanka- og viðskiptabankastarfsemi í því augnamiði „að forðast annað hrun“.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Straumur telur að vísbendingar séu um að blokkamyndun í viðskiptalífinu, með þátttöku bankanna, sé farin að endurtaka sig, auk þess sem bankinn bendir á að það sé þjóðin sem beri „kostnaðinn af einokun bankanna á fjármálaþjónustu“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK