Metfjárhæð var tekin út af reikningum í spænskum bönkum í sumar samkvæmt nýjum tölum frá Evrópska seðlabankanum. Fréttavefurinn Euobserver.com segir frá þessu í dag.
Samkvæmt fréttinni minnkuðu innistæður í eigu einkaaðila í spænskum bönkum um 74,2 milljarða evra í júlímánuði.
Það er tvöfalt meiri samdráttur en mánuðinn á undan og mesti samdráttur síðan 1997 þegar Evrópski seðlabankinn hóf að taka slíkar tölur saman.