Framleiðsla jókst um 2.766% á 18 árum

Hægt er að nýta mikið af aukaafurðum af þorskinum og …
Hægt er að nýta mikið af aukaafurðum af þorskinum og eru íslendingar framarlega á því sviði. mbl.is/RAX

Síðustu 18 árin hefur orðið gífurleg aukning á framleiðslu aukaafurða úr sjávarafla hérlendis. Árið 1992 var heildarframleiðsla um 1667 tonn, en var árið 2010 tæplega 48.000 tonn. Á sama tíma hafa fiskistofnar og aflatölur minnkað í heiminum og dróst afli á þessu tímabili saman um tæplega 27%. Lækkunin er svo mun meiri sé horft 40 ár aftur í tímann og því ljóst að þörfin fyrir fullnýtingu sjávaraflans hefur aukist mikið og hafa Íslendingar verið duglegir að nýta það.

Hérlendis er þekktasta aukaafurðin lýsi, en auk þess eru fjölmörg önnur fyrirtæki, svo sem Atlantic Leather sem gerir leður úr fiskiroði, Kerecis sem framleiðir krem og stoðefni úr fiskiroði, Ice-west sem gerir niðursoðna, reykta þorsklifur og Norðurbragð sem framleiðir fiskikraft. Auk þess hefur Haustak þurrkað fiskihausa og bein og selt til Afríku.

Í tilkynningu frá Íslenska sjávarklasanum kemur fram að búið sé að vinna tölfræðigreiningu á nýtingu þorsks þar sem Ísland mælist mjög hátt. „Mikið svigrúm er til bættrar nýtingar þar sem Íslendingar geta tekið sér leiðtogahlutverk og selt þekkingu sína um allan heim.“

Samkvæmt Sjávarklasanum eru dæmi um að íslenskir aukaafurðaframleiðendur anni ekki eftirspurn t.a.m. á þurrkuðum afurðum til Nígeríu og hreinlega skorti hráefni. Enn fremur eru þekkt dæmi þess að framleiðendur flytji inn hráefni erlendis frá, vinni þau og selji út aftur. Ljóst er að fjölmörg tækifæri leynast á þessum markaði ef fólk er hugmyndaríkt, hvort sem það er í nýjum verkefnum eða með að miðla þekkingu erlendis.

Framleiðsla á aukaafurðum úr sjávarafla
Framleiðsla á aukaafurðum úr sjávarafla
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK