Fjöldi atvinnulausra í ríkjum evrusvæðisins nam 18 milljónum manna í júlí samkvæmt fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph. Hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, greindi frá þessu í morgun.
Fjöldi atvinnulausra jókst um 88 þúsund manns í júlímánuði en uppreiknaðar tölur fyrir júní benda til þess að atvinnuleysið hafi verið óbreytt á milli mánaða eða 11,3% að því er fram kemur í tilkynningu Eurostat.
Fram kemur að atvinnuleysi á evrusvæðinu hafi ekki mælst meira síðan stofnunin hóf mælingar sínar árið 1995.