Mesta atvinnuleysi síðan 1995

AFP

Fjöldi atvinnulausra í ríkjum evrusvæðisins nam 18 milljónum manna í júlí samkvæmt fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph. Hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, greindi frá þessu í morgun.

Fjöldi atvinnulausra jókst um 88 þúsund manns í júlímánuði en uppreiknaðar tölur fyrir júní benda til þess að atvinnuleysið hafi verið óbreytt á milli mánaða eða 11,3% að því er fram kemur í tilkynningu Eurostat.

Fram kemur að atvinnuleysi á evrusvæðinu hafi ekki mælst meira síðan stofnunin hóf mælingar sínar árið 1995.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK