Sjávarútvegsfyrirtæki eru að greiða niður skuldir og stærri útgerðir gera það í meira mæli en þær minni en sé þó gert nokkuð þvert yfir greinina.
Þetta kom fram í máli Birnu Einarsdóttur, forstjóri Íslandsbanka, á fundi með viðskiptablaðamönnum í tilefni þess að bankinn birti í gær uppgjör sitt fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Íslandsbanki hagnaðist um 11,6 milljarða króna á tímabilinu, samanborið við 8,1 milljarð á sama tíma fyrir ári. Arðsemi eign fjár nam 17,9%.
Birna segir í Morgunblaðinu í dag að bankamenn fagni því almennt þegar lán séu greidd til baka. Það hafi verið nauðsynlegt að lækka skuldir greinarinnar, rétt eins og hjá öðrum atvinnuvegum.