Funda í vikunni um Íbúðalánasjóð

Velferðarráðherra hyggst funda í næstu viku vegna málefna Íbúðalánasjóðs, en …
Velferðarráðherra hyggst funda í næstu viku vegna málefna Íbúðalánasjóðs, en eiginfjárhlutfall sjóðsins er afar lágt.

„Við eigum fund í næstu viku, bæði um þessar upplýsingar sem koma núna í sex mánaða uppgjörinu og um stöðu sjóðsins,“ sagði Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra aðspurður um málefni Íbúðalánasjóðs, en menn hafa áhyggjur af því að eiginfjárhlutfall sjóðsins er nú 1,4% þegar það þarf að vera yfir 5% og eins af miklum vanskilum, en forstjóri sjóðsins segir 5.000 manns í alvarlegum vanskilum, með þrjá gjalddaga eða fleiri í vanskilum.

Ákvörðun í tengslum við fjáraukalög og fjárlög

„Það var reiknað með 12 milljarða innspýtingu sem þyrfti til að ná 5% [eiginfjárhlutfalli] og nú er verið að tala um 14 milljarða,“ sagði Guðbjartur. Hann segir ekki hafa verið ákveðið til hvaða ráðstafana verði gripið. „Það er ekki búið að taka neina ákvörðun um það en verður tekið í tengslum við fjáraukalögin og svo fjárlögin fyrir næsta ár,“ sagði Guðbjartur.

„Við reiknum með að fara yfir stöðuna. Það er búið að funda einu sinni en nú er hugmyndin að skoða þetta í framhaldinu með Íbúðalánasjóði. Skilaboðin eru að ríkið standi við bakið á Íbúðalánasjóði og muni gera það áfram,“ sagði Guðbjartur.

„Uppgjörið á hruninu smátt og smátt að koma í ljós“

„Varðandi vanskilin þá er að koma í ljós, eins og hefur verið, smátt og smátt uppgjörið á þessu hruni. Hvernig menn hafa frestað hlutum á meðan verið er að vinna úr skuldastöðunni. En svo er komið að því að fara að gera þetta upp,“ sagði Guðbjartur.

Aðspurður út í orð forstjóra Íbúðalánasjóðs í Morgunblaðinu á laugardag um að fjöldi fólks nýtti sér ekki þau úrræði sem í boði væru sagði Guðbjartur: „Ég hef ekki séð þær tölur, við munum óska eftir frekari greinungu frá honum á því og hvað er á bak við það.“

Tengdar fréttir:

Eiginfjárhlutfall Íbúðalánasjóðs 1,4%

Þarf 14,4 milljarða fjárveitingu

Aukin vanskil hjá Íbúðalánasjóði benda ekki til bata fyrir heimilin

Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra.
Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK