Vandræði Íbúðalánasjóðs rétt að byrja?

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Lilja Mósesdóttir, alþingismaður og hagfræðingur, segir að vísbendingar séu um að markaðsvirði fasteigna á höfuðborgarsvæðinu, fyrir utan miðborg Reykjavíkur, sé komið undir fasteignamatið líkt og dæmi eru um á landsbyggðinni. Þetta kemur fram á facebooksíðu hennar í dag.

„Margir lántakendur hafa ekki greiðslugetu til að standa undir stökkbreyttum lánum og þeim fjölgar sem lenda í vanskilum og þroti. Minni greiðslugeta almennings og umframframboð á fasteignum mun leiða til verulegrar lækkunar á fasteignamarkaði,“ segir hún og bætir því við að leiðrétting eignaverðs í gegnum markaðinn sé mun dýrari leið fyrir samfélagið en til að mynda almenn leiðrétting lána.

„Forsenda verðlækkunar á fasteignamarkaði er að fólk fari í þrot og lánastofnanir yfirtaki eignir sem lántakendur hefðu annars náð að halda með minni skuldsetningu. Margir þeirra sem missa eignir sínar kjósa að leigja eða flytja úr landi. Vandræði Íbúðalánasjóðs sem ekki fékk afslátt af eignasafni sínu eins og bankarnir eru bara rétt að byrja!“ segir Lilja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK