Grísk mynd á evruseðla

Á 2ja evru peningnum gríska er mynd af brottnámi Evrópu …
Á 2ja evru peningnum gríska er mynd af brottnámi Evrópu frá eyjunni Krít.

Sumum myndi þykja það prýðisgott dæmi um kaldhæðni að Seðlabanki Evrópu hefur ákveðið að táknmynd úr grískri goðafræði muni skipa veigamikinn sess í öryggisvörnum nýrra evruseðla.

Ásýnd goðsagnaprinsessunnar Evrópu verður notuð sem vatnsmerki á seðlunum frá og með næsta ári og kemur í stað vatnsmerkja sem sýna merkileg mannvirki í álfunni.

Bloomberg hefur þetta eftir nafnlausum heimildarmanni innan bankans, en ekki er enn búið að gera opinberar væntanlegar breytingar á seðlunum. Til stendur að kynna breytta hönnun evruseðla í nóvember og dreifa fyrstu eintökunum af endurbættum fimm evru seðlum í maí á næsta ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK