Hagnaður Ísfélagsins 4,4 milljarðar

Heimaey VE 1, eitt af fiskiskipum Ísfélags Vestmannaeyja.
Heimaey VE 1, eitt af fiskiskipum Ísfélags Vestmannaeyja. mbl.is/Eyþór

Ísfélagið í Vestmannaeyjum skilaði um 4,4 milljarða króna hagnaði (rúmlega 36,8 milljón Bandaríkjadollurum) eftir skatta í fyrra að því er fram kemur í rekstrarreikningi félagsins. Þetta er tæplega tvöföldun frá fyrra ári þegar hagnaður félagsins var rúmlega 18,4 milljónir dollara. Eigið fé jókst um rúmlega 30 milljónir dollara, en greiddur var út 6,9 milljóna dollara arður, eða sem nemur um 830 milljónum íslenskra króna. 

Rekstrartekjur félagsins jukust um 30% milli ára, en þær voru 133,7 milljón dollarar í fyrra samanborið við 102 milljónir árið 2010. Rekstrargjöld jukust einnig en þau hækkuðu um 28% og voru 78,5 milljónir dollara. Eignir félagsins jukust á árinu um 20 milljónir dollara meðan skuldir drógust saman um 10 milljónir. Arðgreiðslur til eiganda námu rúmlega 6,9 milljónum dollurum, en það er um 8,3% af eigin fé félagsins. Árið áður námu arðgreiðslur tæplega 1,6 milljón dollurum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK