Mesta verslunarrýmið í Hörgársveit

Verslun jókst um 4% milli ára
Verslun jókst um 4% milli ára Eggert Jóhannesson

Velta í smásöluverslun var 314 milljarðar árið 2011 og jókst um 4% frá fyrra ári. Á föstu verðlagi var aukningin 0,4%, en starfsmönnum í verslun fjölgaði einnig um 6% yfir árið. Í heild starfa tæplega 22 þúsund við verslun, en það er um 13% af heildarfjölda starfandi í landinu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í árbók verslunarinnar sem Rannsóknasetur verslunarinnar og Kaupmannasamtök Íslands gefa út.

Mest velta smásöluverslana var í þeim flokki sem aðallega selur mat og aðrar dagvörur.
Veltan var 182,3 milljarðar árið 2011 og jókst um tæpa 13 milljarða frá árinu áður eða um 7,6%. Í flokknum byggingavörur, sem er næst stærsti smásöluflokkurinn dróst veltan saman um 2,5 milljarð eða um 7,8%. Eftirtektavert er að sala á íþrótta- og útivistarvörum jókst um 31,7% og sala á heimilistækjum um 11,2%.

Fleiri karlmenn starfa við verslun

Starfsfólki við verslun fjölgaði mest á höfuðborgarsvæðinu, en þar var aukningin 6,8% frá fyrra ári, en á landsbyggðinni fjölgaði verslunarfólki um 5,1%. Aðeins 0,06% fjölgun var á heildarvinnuafli þjóðarinnar og því ljóst að hlutfallslegt vægi verslunar, sem og umfang á vinnumarkaði hefur aukist nokkuð á árinu.

Ívið  fleiri karlmenn vinna í stéttinni, en hlutfall þeirra er 54,3% og allt upp í 56% á höfuðborgarsvæðinu. Um 200 verslunarstörf hafa flust til höfuðborgarinnar frá landsbyggðinni frá árinu 2000, og starfa nú um 6.000 við verslun á landsbyggðinni en 15.900 á höfuðborgarsvæðinu.

Hörgársveit með mest verslunarrými á hvern íbúa

Fermetrafjöldi verslunarrýmis jókst um 0,6% árið 2011 frá ári áður og var 1.197.587 fermetrar eða að jafnaði 3,7 fermetrar á hvern Íslending.  Í Hörgársveit eru hlutfallslega flestir fermetrar verslunarhúsnæðis eða 10,2 fermetrar á hvern íbúa.

Nýskráningar á verslunum voru örlítið fleiri en gjaldþrot árið 2011, en 273 nýjar verslanir voru skráðar meðan 270 urðu gjaldþrota. Er það 52,5% aukning í gjaldþrotum milli ára.

Þegar fjöldi verslana eftir tegund er skoðaður kemur í ljós að fataverslanir eru í efsta sæti, en 328 slíkar verslanir eru á landinu og er það rúmlega 15% af öllum verslunum. Næst þar á eftir koma söluturnar og önnur blönduð sérverslun með 316 verslanir. Stórmarkaðir eru aftur á móti 116 og því tæplega þriðjungi færri en fataverslanirnar. Athygli vekur að þrátt fyrir að vera fjölmennasti flokkurinn telur fataverslunin aðeins fyrir um 7% af heildarveltu, meðan stórmarkaðir eru með um 46%.

Farið að rétta úr kútnum

Í inngangi skýrslunnar segir Emil B. Karlsson, forstöðumaður rannsóknasetursins að byrjað sé að örla á aukinni einkaneyslu og að þær tegundir verslunar sem verstu urðu fyrir barðinu á efnahagshruninu sé farnar að rétta úr kútnum, enn sé þó langt í land með að ná því umfangi sem var á árunum fyrir hrun. Segir hann jafnframt að neyslubreytingar hafi orðið í samfélaginu og að neytendur leiti nú frekar í meiri hagkvæmni og ráðdeild í innkaupum. 

Emil bendir á að heimilin hafi haldið að sér höndum síðustu ár við endurnýjanir, en að margir hafi látið verða af kaupum á síðasta ári og það hafi glætt verslun t.d. á raftækjum og húsgögnum. Hann segir þó að hærri útgjöld vegna þátta eins og húsnæðis hafi líklega hamlað frekari vexti í smásölu.

Mat- og dagvöruverslun er stærsti flokkur smásöluverslunar með um 182 …
Mat- og dagvöruverslun er stærsti flokkur smásöluverslunar með um 182 milljarða í veltu á ári Sverrir Vilhelmsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK