Milljarða íbúðafjárfesting

Forsvarsmenn framkvæmdanna í Kópavogi segja að fyrstu viðbrögð sýni að …
Forsvarsmenn framkvæmdanna í Kópavogi segja að fyrstu viðbrögð sýni að mikil eftirspurn sé eftir meðalstórum íbúðum.

Byggingarfélagið Silfurhús ehf. hyggst reisa 35 íbúða fjölbýlishús í Þorrasölum í Kópavogi. Um er að ræða framkvæmd fyrir á annan milljarð króna.

Fyrsta skóflustunga að byggingunni var tekin 24. ágúst síðastliðinn en stefnt er að því að íbúðirnar, sem verða á bilinu 100 til 150 fermetrar, verði fullkláraðar haustið 2013.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir Viggó Einar Hilmarsson, framkvæmdastjóri Silfurhúsa, fyrstu viðbrögð sýna að mikil eftirspurn virðist vera eftir meðalstórum fasteignum á höfuðborgarsvæðinu. „Nú þegar hafa sextán manns haft samband við okkur og skráð sig á lista sem áhugasamir kaupendur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK