Vestmannaeyjabær vill fá svar fyrir föstudag

Vest­manna­eyja­bær hef­ur birt Síld­ar­vinnsl­unni og Magnúsi Krist­ins­syni áskor­un um fram­lagn­ingu for­kaups­rétt­ar­til­boðs vegna sölu Bergs-Hug­ins ehf. Verði ekki orðið við áskor­un­inni fyr­ir kl. 12 á föstu­dag  áskil­ur Vest­manna­eyja­bær sér rétt til að höfða mál fyr­ir dóm­stól­um.

Hinn 30. ág­úst sl. var til­kynnt í fjöl­miðlum um sölu á Bergi-Hug­in ehf., Vest­manna­eyj­um, til Síld­ar­vinnsl­unn­ar hf., Nes­kaupstað. Um var að ræða sölu á öll­um eign­ar­hlut­um í fé­lag­inu en það er eig­andi tveggja fiski­skipa, Ber­geyj­ar VE-544 og Vest­manna­eyj­ar VE-444, og 5.000 þorskí­gildist­onna.

Í 3. mgr. 12. gr. laga 116/​2006 seg­ir:

„Eigi að selja fiski­skip, sem leyfi hef­ur til veiða í at­vinnu­skyni, til út­gerðar sem heim­il­is­festi hef­ur í öðru sveit­ar­fé­lagi en selj­andi á sveit­ar­stjórn í sveit­ar­fé­lagi selj­anda for­kaups­rétt að skip­inu.

For­kaups­rétt­ur skal boðinn skrif­lega þeirri sveit­ar­stjórn sem hlut á að máli og sölu­verð   og aðrir skil­mál­ar til­greind­ir á tæm­andi  hátt.

Sveit­ar­stjórn skal svara for­kaups­rétt­ar­til­boði skrif­lega inn­an fjög­urra vikna frá því henni berst til­boð og fell­ur for­kaups­rétt­ur niður í það sinn sé til­boði ekki svarað inn­an þess frests.“

Með vís­an til þessa hef­ur Vest­manna­eyja­bær nú á form­leg­an máta birt Síld­ar­vinnsl­unni  hf. og Magnúsi  Krist­ins­syni áskor­un um að leggja fram for­kaups­rétt­ar­til­boð þar sem sölu­verð og aðrir skil­mál­ar eru til­greind­ir á tæm­andi hátt. Þá er og skorað á aðila að leggja fram öll gögn sem máli kunna að skipta til að Vest­manna­eyja­bær geti tekið af­stöðu  til for­kaups­rétt­ar­til­boðsins  inn­an fjög­urra vikna, sbr. 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/​2006 um stjórn fisk­veiða.

Verði Síld­ar­vinnsl­an hf. og Magnús Krist­ins­son ekki við þess­ari áskor­un fyr­ir kl. 12:00, föstu­dag­inn 7. sept­em­ber nk., áskil­ur Vest­manna­eyja­bær sér rétt, sem for­kaups­rétt­ar­hafa sam­kvæmt 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/​2006, að höfða mál fyr­ir dóm­stól­um á grund­velli 5. mgr. 12. gr. sömu laga, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá Vest­manna­eyja­bæ.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK