Útlit fyrir að lóðasala þrefaldist á milli ára í Kópavogi

Við Vatnsenda í Kópavogi.
Við Vatnsenda í Kópavogi. mbl.is/Árni Sæberg

Rífandi gangur er í sölu lóða í Kópavogi það sem af er ári. Nú þegar hefur bærinn úthlutað íbúðalóðum fyrir um 1.500 milljónir króna, en flest stefnir í að bærinn selji lóðir fyrir á þriðja milljarð króna á árinu.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, segir í samtali í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag, að á liðnu ári hafi bærinn aðeins selt lóðir fyrir um 800 milljónir. „Það er því útlit fyrir að tekjur vegna lóðasölu þrefaldist á milli ára,“ segir hann og bætir við að frá því að nýr meirihluti tók við sé búið „að úthluta lóðum í hverjum mánuði“.

Sjá nánar í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK