Nauðsynlegt að taka herinn frá Íslandi

Dereck Hogan, sviðstjóri skrifstofu Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá bandaríska utanríkisráðuneytinu. …
Dereck Hogan, sviðstjóri skrifstofu Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá bandaríska utanríkisráðuneytinu. Hann var sérstakur aðstoðarmaður þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Colin Powell, á árunum 2003-2004. Morgunblaðið/Árni Sæberg.

„Bandaríkin hafa ekkert farið. Bandaríkin meta mikils samband sitt við Ísland,“ sagði Dereck Hogan, sviðsstjóri skrifstofu Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá bandaríska utanríkisráðuneytinu. Hann var sérstakur aðstoðarmaður þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Colins Powells, á árunum 2003-2004.

Hann var á hádegisfundi með Amerísk-íslenska viðskiptaráðinu í hádeginu í dag. Þar var hann spurður um sambandið á milli Bandaríkjanna  og Íslands. Sá sem bar upp spurninguna taldi að sambandið hefði verið afar sterkt þar til eftir árásirnar 11. september 2001. Í kjölfar þeirra fór herinn frá Íslandi og um skeið hafi ekki verið hér sendiherra.

Hogan vildi frekar setja málin í samhengi við tímann í kringum kalda stríðið og eftir stríðið, frekar en að horfa til hryðjuverkanna 11. september.

Morgunblaðið spurði hann hvort það hafi verið rétt ákvörðun að loka herstöðinni í Keflavík.

„Ég held að það sé réttara að lýsa því þannig að það hafi verið nauðsynleg ákvörðun. Þetta endurspeglar það að sambandið við Ísland er að þróast. Herstöðin þjónaði mikilvægum tilgangi en heimsmyndin er breytt. Kalda stríðinu er t.d. lokið. Aðstæður hafa breyst og það er ekki nauðsynlegt að hafa bandaríska herstöð hér.

Þetta hefur átt sér stað á fleiri stöðum en á Íslandi. Við höfum verið að færa ýmislegt tengt hernum frá Evrópu og til annarra staða.

Þetta  þýðir ekki að stuðningur okkar við Ísland sé minni, við sýnum hann bara með öðru móti, t.d. í gegnum Atlantshafsbandalagið.“

Hogan er mikið í mun að halda samskiptum landanna góðum. Aðspurður hvers vegna það sé mikilvægt fyrir Bandaríkin að halda góðum samskiptum við lítið land eins og Ísland, segir hann að löndin hafi lengi átt í góðu sambandi. Auk þess sé Ísland góður markaður fyrir bandarísk fyrirtæki og hér séu ýmis góð fjárfestingartækifæri, t.d. í gagnaverum. Og staðsetning landsins sé frábær. „Norðurhöfin skipta máli. Bæði löndin eru t.d. í Norðurskautsráðinu. Þar hafa öll löndin jafn mikið vægi. Við græðum á góðum samskiptum við Ísland.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK