Aflandskrónuvandinn verði leystur með skuldabréfaútgáfu

Tillögur Samtaka fjármálafyrirtækja gera ráð fyrir því að lokað verði …
Tillögur Samtaka fjármálafyrirtækja gera ráð fyrir því að lokað verði á frekari kaup aflandskrónueigenda á skuldabréfum í íslenskum krónum. mbl.is/Ómar

Setja ætti skuld­bind­ing­ar ís­lenska þjóðarbús­ins við er­lenda aðila í langt end­ur­greiðslu­ferli með því að beina svo­nefnd­um af­l­andskrón­um, sem nema um 800 millj­örðum króna að mati fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­is­ins, úr skulda­bréf­um og inn­stæðum í krón­um á banka­reikn­ing­um yfir í löng skulda­bréf í er­lendri mynt.

Í kjöl­farið væri opnað fyr­ir end­ur­fjármögn­un á er­lend­um skuld­um til­tek­inna aðila, meðal ann­ars rík­is, sveit­ar­fé­laga, orku­fyr­ir­tækja og fjár­mála­fyr­ir­tækja, einnig með út­gáfu skulda­bréfa í er­lend­um gjald­miðli til langs tíma sem eig­end­ur af­l­andskróna gætu ein­ung­is keypt.

Þetta kem­ur fram í til­lög­um Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja (SFF) um aðgerðir til að ráðast í af­nám gjald­eyr­is­hafta, en fjallað er um til­lög­urn­ar í Morg­un­blaðinu í dag. Vinnu­hóp­ur á veg­um sam­tak­anna hef­ur á síðustu vik­um greint um­fang af­l­andskrónu­vand­ans og þær leiðir sem eru mögu­leg­ar til að leysa hann.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK