Fyrirtækin teljast ekki tengd

Síldarvinnslan í Neskaupstað.
Síldarvinnslan í Neskaupstað. mbl.is

Adolf Guðmundsson, stjórnarformaður LÍÚ, sér enga ástæðu til að breyta lögum um stjórn fiskveiða. Eðlilegt sé að forstjóri Samherja sé stjórnarformaður Síldarvinnslunnar þar sem Samherji eigi rúm 40 prósent í fyrirtækinu. Það þýði ekki að fyrirtækin séu tengd. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Aflahlutdeild Samherja og Síldarvinnslunnar í síld og loðnu er annars vegar 28 prósent og hins vegar 25 prósent. Í báðum tilfellum fer þetta mark yfir leyfilegt 20 prósenta hámark sem sama fyrirtæki eða tengdum fyrirtækjum er leyft að eiga. Þrátt fyrir að Samherji eigi 44 prósenta hlut í Síldarvinnslunni og að forstjóri Samherja og stjórnarformaður Síldarvinnslunnar sé einn og sami maðurinn þá teljast fyrirtækin ekki tengd samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða.

Fiskistofustjóri segir að orðalag laganna sé það flókið að erfitt sé að sýna fram á tengsl og Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra segir brýnt að lögunum verði breytt til að koma í veg fyrir að aflaheimildir safnist á hendur fárra. Adolf er hins vegar á öndverðri skoðun. „Ég sé enga ástæðu til þess að breyta lögunum,“ samkvæmt frétt RÚV.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK