Fjármálaráðherra Svíþjóðar, Anders Borg, telur að kreppan á evru-svæðinu eigi eftir að versna enn frekar og útilokar ekki að Grikkir yfirgefi samstarfið innan árs.
Þetta kom fram í viðtali við Borg í sænska ríkisútvarpinu í dag. Hann segist vera sannfærður um að staðan eigi eftir að versna enn frekar í löndum eins og Spáni og Grikklandi. „Vandamál þeirra eru svo alvarleg að Evrópa á eftir að vera í mjög erfiðri stöðu á næstu sex til tólf mánuði,“ segir Borg.
Hann segir að það kæmi sér ekki á óvart ef Grikklandi yfirgæfi evru-svæðið í náinni framtíð. Borg ítrekar að grísk stjórnvöld njóti mikils stuðnings frá öðrum ríkjum í Erópu en þrátt fyrir það sé ekki útilokað að Grikkir yfirgefi evruna eftir sex, níu eða tólf mánuði.