Karl Wernersson kemur með gjaldeyri heim

Karl Wernersson
Karl Wernersson Ásdís Ásgeirsdóttir

Félagið Toska, sem er í eigu Karls Wernerssonar, forstjóra og aðaleiganda Lyfja og heilsu, hefur nýtt sér fjárfestingaleið Seðlabankans, en hún veitir fjárfestum færi á að kaupa krónur fyrir evrur á um það bil 20% afslætti, með því að gefa út skuldabréf fyrir 240 milljónir króna í lok júní.

Í umfjöllun um mál þetta í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag segir að Karl hafi ekkert viljað tjá sig um málið við blaðið.

Í útgáfulýsingu skuldabréfsins kemur fram að bréfið ber 7,8% óverðtryggða vexti, er til tíu ára og heimilt er að stækka útgáfuna í 300 milljónir króna. Fyrirtækið Toska var stofnað í apríl og er Karl sá eini er skipar stjórn félagsins. Dóttir hans, Anna Ragnhildur Karlsdóttir, er í varastjórn. Tilgangur félagsins er starfsemi tengd rekstri fasteigna og viðskipti með verðbréf. Ekki þarf að greiða afborganir af bréfinu fyrr en sumarið 2018 og skal því lokið 2022.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka