Taka vel í aðgerðir bandaríska seðlabankans

ben bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
ben bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. AFP

Hlutabréfamarkaðurinn í Bandaríkjunum hefur tekið verulega við sér eftir að bandaríski seðlabankinn tilkynnti í dag að hann hygðist verja 40 milljörðum dollara til að kaupa bréf með veði í fasteignum í ljósi þess að efnahagslífið sé of veikburða til þess að draga úr atvinnuleysi. Þá ítrekaði bankinn skuldbindingu sína til þess að halda stýrivöxtum lágum fram á árið 2015.

Fram kemur á fréttavefnum News Republic að Dow Jones-vísitalan hafi hækkað um 200 punkta og endað í 13.540 þegar mörkuðum var lokað sem sé það hæsta sem hún hafi farið í síðan í desember 2007 við upphaf núverandi efnahagserfiðleika. Standard & Poor's-vísitalan hækkaði um 23 punkta og endaði í 1.460 og Nasdaq fór upp um 42 stig og endaði í 3.156.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK