Fá meiri tíma en ekki meiri peninga

Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, situr fundinn á Kýpur.
Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, situr fundinn á Kýpur. Yiannis Kourtoglou

Svo virðist sem það sé að skapast samstaða meðal fjármálaráðherra evrulandanna um að gefa stjórnvöldum í Grikklandi meiri tíma til að takast á við efnahagsvanda landsins en það þýðir að þau fá lengri frest til að standast þau markmið sem sett eru fram í efnahagsáætlun sem liggur til grundvallar aðstoð ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við landið.

Jan Kees De Jager, fjármálaráðherra Hollands, sagði við upphaf fundar fjármálaráðherra evrulandanna á Kýpur í morgun að ef fjárlagahallinn í Grikklandi yrði meiri en reiknað hefði verið með kæmi til greina að gefa Grikkjum lengri tíma til að ná tökum á hallanum. Hann tók hins vegar skýrt fram að það þýddi ekki að ESB myndi lána Grikkjum meiri peninga.

Pierre Moscovici, fjármálaráðherra Frakklands, sagði við upphaf fundarins að Grikkir yrðu að standa við þær skuldbindingar sem þeir hefðu gert um að innleiða endurbætur í efnahagslífi landsins.

Samdráttur hefur verið í efnahagslífi Grikklands samfleytt í tæplega fimm ár.

Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, sagði við upphaf fundarins að litlar líkur væru á að spánskir bankar yrðu endurfjármagnaðir í gegnum evrópska björgunarsjóðinn í byrjun næsta árs eins og ráðgert hafði verið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka