Sveitarfélögin rétta úr kútnum

Ráðhús Reykjavíkur. Úr myndasafni.
Ráðhús Reykjavíkur. Úr myndasafni. mbl.is/Hjörtur

Rekstur sveitarfélaga á Íslandi fer batnandi, eins og tölur Hagstofunnar um fjármál hins opinbera á öðrum ársfjórðungi gefa til kynna, og er það ekki síst vegna þess að fjárfestingar sveitarfélaga eru í lágmarki um þessar mundir.

Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningardeildar Arion banka, en þar er bent á að tekjur sveitarfélaganna jukust um tæplega 9% á öðrum fjórðungi frá því á sama tíma fyrir ári á meðan heildarútgjöld jukst um ríflega 5%, sem er undir verðlagshækkunum, en verðbólga mældist um 6% á tímabilinu.

Fram kemur í greiningu Arion banka að um 4% af tekjum sveitarfélaganna fara í vaxtagreiðslur. Það hlutfall hefur að mestu haldist óbreytt síðustu ár. Hins vegar eru vísbendingar um að sveitarfélögin séu í fjárfestingarsvelti um þessar mundir, að sögn Arion banka.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK