Viðskiptakostnaður 5-15 milljarðar

Frá Seðlabanka Íslands
Frá Seðlabanka Íslands Eggert Jóhannesson

Í nýlegri skýrslu Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum segir að mikill rekstrarhagfræðilegur ábati geti falist í upptöku sameiginlegs gjaldmiðils. Seðlabankinn tiltekur meðal annars viðskiptakostnað þegar gjaldmiðli er skipt vegna viðskipta. 

„Slíkur ábati felst t.d. í því að þegar ríki hafa tekið upp sameiginlegan gjaldmiðil fellur niður kostnaður við að skipta úr einum gjaldmiðli í annan þegar greitt er fyrir viðskipti milli aðila sem búa sinn í hvoru ríkinu á sama myntsvæði. Hér á landi gæti þessi kostnaður lauslega áætlað numið um 5-15 ma kr. á ári. Óvissa vegna sveiflna í gengi gjaldmiðla skiptir einnig máli“ segir í skýrslunni, en þar eru taldar upp fjölmargar ástæður með og á móti upptöku evru, eins og lesa má hér.

Þar er einnig sagt frá mikilli áhættu við upptöku evrunnar, en þær áhyggjur koma meðal annars fram í eftirfarandi skrifum: „Í megindráttum er vandi evrusvæðisins tvíþættur. Í fyrsta lagi liggur hann í hönnunargöllum þar sem myntsamband er ekki stutt af samsvarandi ríkisfjármála- og bankasambandi. Í öðru lagi liggur hann í langvarandi agaleysi í opinberum fjármálum í mörgum evruríkjanna. Þrátt fyrir að staða opinberra fjármála hafi batnað töluvert í aðdraganda þess að myntbandalagið var sett á fót, varð ekki framhald á þessum aga hjá sumum þeirra eftir að þau fengu aðild að myntsvæðinu og hefur hið opinbera í mörgum evruríkjum í áraraðir eytt umfram efni og safnað skuldum og ítrekað brotið þær reglur sem evruríkin hafa sett sér“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK