18 milljarða undanþága

Deutsche Bank Fékk undanþágu frá fjármagnshöftum til að kaupa gjaldeyri …
Deutsche Bank Fékk undanþágu frá fjármagnshöftum til að kaupa gjaldeyri fyrir um 15 milljarða í skiptum fyrir krónur og flytja úr landi. mbl.is/afp

Deutsche Bank og stórt erlent fjárfestingafélag, sem á stóran eignarhlut í íslensku félagi, fengu nýverið undanþágu frá Seðlabanka Íslands til að kaupa gjaldeyri fyrir um 18 milljarða í skiptum fyrir íslenskar krónur og flytja fjármagnið úr landi.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var fjárhæðin sem um var að ræða í tilfelli þýska bankans um 15 milljarðar króna. Deutsche Bank hafði geymt féð á innstæðureikningi hjá einum af þremur stóru viðskiptabönkunum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins ákvað þýski bankinn á öðrum fjórðungi þessa árs að taka peningana út eftir að hafa verið veitt heimild af Seðlabankanum til að skipta krónunum í gjaldeyri.

Í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Seðlabankinn vildi ekki staðfesta frétt blaðsins þegar eftir því var leitað.

Sú upphæð sem erlendir aðilar, svonefndir aflandskrónueigendur, eru fastir með á Íslandi vegna fjármagnshafta, nemur um 800 milljörðum króna að mati fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK