Óskar eftir fundi um undarþágur

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. mbl.is/Ómar Óskarsson

Lilja Mósesdóttir hefur óskað eftir því að Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, komi á fund efnahags- og viðskiptanefndar vegna fréttar Morgunblaðsins í dag um átján milljarða undanþágu frá gjaldeyrishöftunum.

„Ástæða þessarar beiðni er að ég óttast að hafið sé afnámsferli sem felst í að losa út snjóhengjuna svokölluðu (aflandskrónur og eignir kröfuhafa gömlu bankanna) á kostnað skattgreiðenda (sbr. http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2012/09/19/18_milljarda_undanthaga/ ). Ég óska m.a. eftir upplýsingum um verklagsreglur og skiptigengi í viðskiptum á gjaldeyrismarkaði sem veitt hefur verið undanþága fyrir á þessu ári,“ segir í tilkynningu frá Lilju.

Líkt og fram kemur í Morgunblaðinu í dag fengu tveir stórir erlendir aðilar í sumar undanþágu frá lögum og reglum sem gilda um fjármagnshöft frá Seðlabanka Íslands til að flytja úr landi gjaldeyri fyrir um 18 milljarða króna í skiptum fyrir íslenskar krónur sem þeir áttu hér á landi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var annars vegar um að ræða Deutsche Bank og hins vegar erlent fjárfestingarfélag sem á stóran eignarhlut í íslensku fyrirtæki.

Fjárhæðin sem þýski bankinn fékk heimild til að flytja úr landi nam um 15 milljörðum króna eftir því Morgunblaðið kemst næst. Til samanburðar nam heildarvelta á gjaldeyrismarkaði tæplega níutíu milljörðum króna á síðasta ári.

Seðlabankinn vildi ekki staðfesta fyrirspurn Morgunblaðsins um hvort Deutsche Bank og stór erlendur fjárfestingasjóður hefðu fengið undanþágu frá gjaldeyrishöftum til að kaupa erlendan gjaldeyri fyrir vel á annan tug milljarða króna og færa fjármagnið úr landi. Bankinn gat ennfremur ekki því svarað á hvaða gengi viðskiptin fóru fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK