Krefja slitastjórn um upplýsingar

Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis.
Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Gildi lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður verslunarmanna hafa ákveðið að nýta sér ákvæði í gjaldþrotalögum til að leita til Héraðsdóms um að fá sundurliðaðar upplýsingar frá slitastjórn Glitnis um greiðslur úr búinu til starfsmanna slitastjórnarinnar, starfsmanna þeirra og félaga sem þessir aðilar eiga. Þetta kemur fram í umfjöllun Viðskiptablaðsins í morgun, en þar kemur fram að lögfræðingum lífeyrissjóðanna hefur verið falið að fara með málið fyrir dómsstóla.

Í samtali við mbl.is segir Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs, að dómsstólaleiðin væri nú valin þar sem kröfum lífeyrissjóðanna hefði hingað til verið fálega mætt, bæði eftir skriflegar fyrirspurnir og á kröfuhafafundum.

Segir hann að þótt ekki séu uppi grunsemdir um óeðlilegar greiðslur, þá telji lífeyrissjóðirnir, sem kröfuhafar, eðlilegt að þessar upplýsingar liggi fyrir. „Þeir hafa svarað almennt um heildarkostnað og með tilvísun um þetta þyki ekki óeðlilegt miðað við það sem gerist erlendis. En við höfum ekki fengið sundurliðaðar upplýsingar á einstaklinga og aðila á þeirra vegum og það er það sem við erum að óska eftir.“

Gildi á ekki lengur kröfur á Landsbankann, en Árni útilokar ekki að svipaðar kröfur verði settar fram gegn slitastjórn Kaupþings. „Við ákváðum að láta reyna á eitt mál og við sjáum hvernig það gengur og metum í framhaldinu hvort við krefjum aðra um sömu upplýsingar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK