Evran notuð sem blóraböggull

Yves-Thibault de Silguy, fyrrverandi framkvæmdarstjóri hjá Evrópusambandinu.
Yves-Thibault de Silguy, fyrrverandi framkvæmdarstjóri hjá Evrópusambandinu. mbl.is/Árni Sæberg

„Við verðum að hætta að nota evr­una sem blóra­bögg­ul,“ sagði Yves-Thi­bault de Silguy, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri hjá Evr­ópu­sam­band­inu og einn af hug­mynda­smiðum evr­unn­ar, á morg­un­verðar­fundi hjá Fransk-ís­lenska viðskiptaráðinu.

Silguy var fram­kvæmda­stjóri gjald­miðils­mála hjá ESB árin 1995-1999 þegar grunn­ur­inn að evru­sam­starf­inu var lagður. Hann er ekki í vafa um að upp­taka evru hafi verið rétt skref sem hafi skilað mikl­um ár­angri. Efna­hags­líf Evr­ópu hefði vaxið hraðar eft­ir upp­töku evru en áður en evr­an varð til. Evr­an hefði dregið til sín er­lenda fjár­fest­ingu. Verðbólga hefði minnkað með til­komu evr­unn­ar. Vext­ir hefðu einnig lækkað í Evr­ópu og það eitt og sér hefði stuðlað að vexti í efna­hags­lífi Evr­ópu. Sam­keppn­is­hæfi fyr­ir­tækja hefði auk­ist með til­komu evru. Hann sagði að á þeim ára­tug sem liðinn væri frá upp­töku evru hefðu orðið til 50 millj­ón­ir nýrra starfa í Evr­ópu, en á ára­tugn­um þar á und­an hefðu orðið til 5 millj­ón­ir nýrra starfa. At­vinnu­leysi hefði minnkað úr 9% niður í 7%. Hann sagði að þetta væri ár­ang­ur­inn áður en krepp­an skall á árið 2008.

Silguy gerði ekki lítið úr þeim vanda sem Evr­ópa stæði frammi fyr­ir. Það mætti hins veg­ar ekki kenna evr­unni um vand­ann. Vand­inn væri efna­hagskreppa en ekki gjald­eyri­skreppa. Það væru aðild­arþjóðir ESB sem bæru ábyrgð á stöðu mála í dag því þær hefðu ekki staðið við skuld­bind­ing­ar sín­ar og ekki virt ákvæði Ma­astricht-sátt­mál­ans um skulda­söfn­un og jafn­vægi í rík­is­fjár­mál­um.

Silguy sagðist ekki sjá fyr­ir sér að Grikk­land færi úr evru­sam­starf­inu. Það myndi marka enda­lok hug­mynd­ar­inn­ar um hinn sam­eig­in­lega markað. Fransk­ir og þýsk­ir bank­ar væru líka of tengd­ir Grikklandi til að þeir gætu staðið af sér efna­hags­legt hrun Grikk­lands.

Silguy sagði mik­il­vægt að end­ur­skoða stjórn­skipu­lag ESB þannig að stofn­an­ir þess fengju vald til að fylgja eft­ir ákvæðum Ma­astricht-sátt­mál­ans. Evru­lönd­in yrðu einnig að ná tök­um á rík­is­fjár­mál­um sín­um og stöðva skulda­söfn­un.

Silguy sagðist ekki ætla sér að ráðleggja Íslend­ing­um hvort þeir ættu að taka upp evru eða ekki. Hann minnti ein­ung­is á að til að geta tekið upp evru yrði Ísland að ganga í ESB og upp­fylla ákæði Ma­astricht-sátt­mál­ans um skulda­stöðu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK