Össur: Evran sterkari en dollar

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra.

Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir að valið sem þjóðin standi frammi fyr­ir í gjald­miðla mál­um sé milli óstöðugr­ar ís­lenskr­ar krónu og evru sem von­andi kem­ur sterk­ari út úr krís­unni.

Össur hélt í morg­un ávarp á málþingi sem bar yf­ir­skrift­ina „Er evr­an lausn­in“ en þingið markaði end­ur­reisn Fransk-ís­lenska versl­un­ar­ráðsins.

Í máli sínu sagðist Össur sann­færður um að evru­sam­starfið muni kom­ast í gegn­um yf­ir­stand­andi erfiðleika. Hann benti á að evr­an væri nú 6,5% sterk­ari en Banda­ríkja­doll­ar og hefði frá upp­hafi verið að meðaltali verið 4,0% sterk­ari en dal­ur­inn. Þá hefðu ein­stök evru­ríki gripið til rót­tækra ráðstaf­ana til þess að tak­ast á við efna­hagserfiðleika sína, og sagðist bjart­sýnn á að þau meðöl myndu virka rétt eins og þau gerði á Íslandi í stöðug­leika­áætl­un Íslands og AGS. Síðast en ekki síst mætti skynja sterk­ari póli­tísk­an vilja en áður frá aðild­ar­ríkj­un­um og Evr­ópska seðlabank­an­um að kom­ast í gegn­um skuldakrepp­una í sam­ein­ingu.

Ut­an­rík­is­ráðherra sagði sterk­ari evru, sem kom­ist hefði í gegn­um þessa eld­skírn, vera skýr­an val­kost fyr­ir Íslend­inga. Hann vísaði til nýrr­ar skýrslu Seðlabanka Íslands þar sem fram kem­ur af­drátt­ar­laust að upp­taka evru myndi hafa í för með sér lækk­un vaxta, aðgang að stærri fjár­magns­markaði, auk­inn og langþráðan stöðug­leika í ís­lensku efna­hags­lífi, lægra vöru­verð og lægri verðbólgu. Þá myndi upp­taka evr­unn­ar geta aukið þjóðarfram­leiðslu um 20 til 160 millj­arða króna ár­lega og dregið úr viðskipta­kostnaði fyr­ir­tækja um 5 til 15 millj­arða króna, til viðbót­ar þeim mikla sparnaði sem fæl­ist í því að þurfa ekki að halda úti gjald­eyr­is­vara­forða sem greiða þarf af tug­millj­arðavexti á ári hverju.

Kost­ir evr­unn­ar fyr­ir Ísland eru því óbreytt­ir, sagði Össur, en tók jafn­framt und­ir með skýrslu Seðlabank­ans að evru­upp­taka væri ekki æski­leg í augna­blik­inu, enda stæði það ekki til. Fyrst þyrfti að ræt­ast bet­ur úr ástand­inu í ein­stök­um ríkj­um. En ut­an­rík­is­ráðherra und­ir­strikaði að í skýrsl­unni kem­ur einnig skýrt fram ís­lenska krón­an er bein­lín­is upp­spretta þess óstöðug­leika sem sveigj­an­leiki henn­ar nýt­ist síðar til að tak­ast á við, og hlýt­ur það að setja umræðuna um kosti krón­unn­ar í nýtt sam­hengi.


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK