Upptaka evru ekki tímabær

AFP

Upp­taka evru er ekki tíma­bær, en það er ekki hægt að úti­loka hana um alla framtíð. Þetta sagði Katrín Pét­urs­dótt­ir, for­stjóri Lýs­is, á fundi Fransk-ís­lenska viðskiptaráðsins í morg­un.

„Það er al­veg ljóst í mín­um huga að ís­lenska krón­an hef­ur bjargað okk­ur frá langvar­andi erfiðleik­um og gert okk­ur kleift að jafna okk­ur á bankakreppu á miklu skemmri tíma en aðrir í sömu stöðu,“ sagði Katrín.

Katrín sagði að há­geng­is­stefna hefði farið illa með at­vinnu­lífið. Tekj­ur út­flutn­ings­at­vinnu­vega hefðu dreg­ist sam­an. Fyr­ir­tæk­in hefðu hins veg­ar fjár­fest mikið á þess­um tíma og safnað skuld­um. Með falli krón­unn­ar hefðu er­lend­ar skuld­ir hækkað mikið og eigið fé fyr­ir­tækj­anna horfið. Með falli krón­unn­ar hefðu tekj­ur fyr­ir­tækj­anna auk­ist og þeim hefðu þannig verið skapaðar for­send­ur til að tak­ast á við breytta stöðu. Þetta hefði gert fyr­ir­tækj­un­um fært að vinna nýja markaði og borga niður skuld­ir.

Katrín sagði að það væri eng­in ástæða fyr­ir Íslend­inga að flýta sér að gera breyt­ing­ar í gjald­miðlamál­um. Það væru næg verk­efni í efna­hags­mál­um heima fyr­ir. Við þyrft­um að ná tök­um á rík­is­út­gjöld­um og lækka skuld­ir. Þar að auki upp­fyllt­um við ekki Ma­astricht-skil­yrðin, svo það væri tómt mál að taka upp evru við nú­ver­andi aðstæður. Katrín sagðist hins veg­ar ekki vilja úti­loka upp­töku evru um alla framtíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK