Flestar hlutabréfavísitölur í Asíu lækkuðu í dag eftir talsverða hækkun í síðustu viku. Í síðustu viku var hækkunin skýrð með ákvörðunum seðlabanka víða um heim að kaupa verðtryggð skuldabréf. Lækkun dagsins er hins vegar rakin til ótta fjárfesta um að Grikkjum takist ekki að standa við þær skuldbindingar sem þeir hafa tekið á sig.
Í Tókýó lækkaði Nikkei-vísitalan um 0,45% og í Sydney nam lækkunin 0,52%. Í Hong Kong nam lækkunin 0,19% en í Sjanghaí hækkaði vísitalan um 0,32%.