Funduðu um afnám gjaldeyrishafta

Fyrsti fundur vinnuhóps íslenskra stjórnvalda og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins með þátttöku Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um afnám gjaldeyrishafta fór fram í Reykjavík 20. og 21. september.

Björn Rúnar Guðmundsson, skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu efnahags- og fjármálaráðuneytisins, er formaður hópsins. Auk hans sitja í hópnum fyrir hönd íslenskra stjórnvalda Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, og Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.  

Í fréttatilkynningu kemur fram að hópurinn var skipaður fyrr á þessu ári í ljósi þeirra áskorana sem afnám gjaldeyrishafta felur í sér vegna umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu og skuldbindinga vegna EES-samningsins. Hópnum er ætlað að meta stöðu afnámsáætlunarinnar og möguleg næstu skref í ljósi áætlunar stjórnvalda þar um á grundvelli sameiginlegrar sýnar um áskoranir í ferlinu.

Auk funda með sérfræðingum Seðlabanka Íslands, Fjármálaeftirlitsins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins komu á fund hópsins fulltrúar Samtaka fjármálafyrirtækja, Viðskiptaráðs, Alþýðusambandsins, kröfuhafa gömlu bankanna, háskólamanna auk nefndar um afnám hafta sem skipuð er fulltrúum stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á Alþingi. Stefnt er að því að hópurinn skili áfangaskýrslu fyrir árslok. Að því loknu verður tekin afstaða til áframhaldandi vinnu hópsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK