Breyta mysu í vín

Sigurður Friðjónsson við tanka sem hugsanlega fyllast af áfengi eða …
Sigurður Friðjónsson við tanka sem hugsanlega fyllast af áfengi eða eldsneyti. Ljósmynd/Karl Eskil

„Já, það er rétt, nokkra ára rannsóknarvinna er þessar vikurnar að skila þeim árangri að við teljum okkur nú búa yfir þekkingu til að vinna eldsneyti eða áfengi úr mjólkursykri  sem fæst úr mysu,“ segir Sigurður R. Friðjónsson, mjólkurbússtjóri MS á Akureyri, í samtali við Vikudag. „Á hverju ári falla líklega til á bilinu sjö til átta milljónir lítra af sætum vökva með 20% mjólkursykri í hérna á Akureyri, þannig að við erum að tala um verulegt magn.“

Úr mjólkursætunni er líklega hægt að framleiða um eina milljón lítra af 96% alkóhóli, sem gæti þýtt til dæmis liðlega tvær milljónir lítra af venjulegum vodka. Ef mjólkursætan verður notuð til að framleiða etanól – eldsneyti - væri hæglega hægt að nota það sem eldsneyti á mjólkurbíla fyrirtækisins og til iðnaðar, segir í frétt Vikudags.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK