Fá afslátt eftir afskriftir

Ágúst og Lýður Guðmundssynir.
Ágúst og Lýður Guðmundssynir. mbl.is/Skapti

Fé­lag und­ir stjórn Bakka­var­ar­bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmunds­son­ar, BV Fin­ance, kom með 463 millj­ón­ir króna til lands­ins í júlí eft­ir að hafa farið í gegn­um fjár­fest­inga­leið Seðlabank­ans sem gef­ur fjár­fest­um kost á að kaupa krón­ur með um 20% af­slætti.

Þetta er í annað skipti á skömm­um tíma sem bræðurn­ir koma með gjald­eyri til lands­ins. Fé­lagið Kork­ur In­vest, sem er í eigu bræðranna, gaf út 1,5 millj­arða skulda­bréf í maí á þessu ári eft­ir að hafa einnig nýtt sér fjár­fest­inga­leiðina. Leiða má lík­ur að því að fjár­magnið hafi verið nýtt til að kaupa 25% hlut í Bakka­vör fyr­ir um fjóra millj­arða króna en upp­lýst var um kaup bræðranna á stór­um hlut í fé­lag­inu í sama mánuði.

Í um­fjöll­un um þessi mál í viðskipta­blaði Morg­un­blaðsins í dag kem­ur meðal ann­ars fram, að auk Bakka­vara­bræðra hafa fé­lög í eigu Karls Werners­son­ar og Ró­berts Wessmans komið með um­tals­vert fjár­magn til lands­ins það sem af er ári. Sam­tals hafa fé­lög í eigu þess­ara fjár­festa - Bakka­vara­bræðra, Ró­berts og Karls - komið með vel á þriðja millj­arð króna í gegn­um fjár­fest­inga­leið Seðlabank­ans.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK