Fóður hækkar áfram

Miklar hækkanir hafa verið á kornmeti ýmiskonar sem hefur leitt …
Miklar hækkanir hafa verið á kornmeti ýmiskonar sem hefur leitt til hærra verðs á fóðri. Sigurður Sigmundsson

Fóður­bland­an hf. mun frá mánu­deg­in­um 1. októ­ber hækka allt til­búið fóður um 2 til 9%. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu, en ástæðan er sögð verðhækk­un á er­lend­um hrá­efna­mörkuðum og veik­ing ís­lensku krón­unn­ar. Þetta er fjórða hækk­un árs­ins, en áður hafði verð hækkað í apríl, maí og júní. Eins og mbl.is hef­ur áður greint frá hafa mikl­ir þurrk­ar í Banda­ríkj­un­um or­sakað lé­lega upp­skeru og vönt­un á maís og soja­baun­um sem hef­ur hækkað verð mikið

Maís og soja­baun­ir eru meðal aðal­uppistöðu í fóðri sem selt er hér­lend­is og því hafa þess­ar hækk­an­ir óhjá­kvæmi­lega mik­il áhrif á verð söluaðila. Í sam­tali við mbl.is seg­ir Eyj­ólf­ur Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri Fóður­blönd­un­ar, að hingað til hafi verið um 10 til 30% hækk­un á fóðri hjá fyr­ir­tæk­inu. Mest­ar hækk­an­ir hafi verið á ódýr­ustu vör­un­um þar sem hrá­efni þeirra hafi hækkað hlut­falls­lega mest. 

Nefn­ir Eyj­ólf­ur sem dæmi að verðhækk­un og geng­isáhrif hafi leitt til þess að sojamjöl er núna 71% dýr­ara í inn­kaup­um en við upp­haf árs. Maís sé að sama skapi um 20% dýr­ari, en auk þess hafi aðrar vör­ur, eins og soja­ol­ía, bygg og fiski­mjöl, einnig hækkað mis­mikið.

Aðspurður hvort frek­ari hækk­ana sé að vænta sagði Eyj­ólf­ur slíkt lík­legt. „Þetta [hækk­an­ir] er ekki allt komið inn ennþá, en ég veit reynd­ar ekki hvað ger­ist á er­lend­um mörkuðum,“ seg­ir hann, en ger­ir ekki ráð fyr­ir stór­um frétt­um fyrr en í fe­brú­ar þegar soja­upp­skera er í Suður-Am­er­íku, en þangað til muni vænt­an­lega lítið ger­ast. Í dag seg­ir hann að það sé vönt­un miðað við notk­un og að það eina sem menn geti gert núna sé að bíða eft­ir betri frétt­um af upp­skeru en það sem af hef­ur verið ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka